Blóðtappar afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen

20.04.2021 - 15:08
FILE - This Saturday, March 6, 2021 file photo shows vials of Johnson & Johnson COVID-19 vaccine in the pharmacy of National Jewish Hospital for distribution in east Denver. The European Medicines Agency is meeting Thursday March 11, 2021, to discuss whether Johnson & Johnson’s one-dose coronavirus vaccine should be authorized, a move that would give the European Union a fourth licensed vaccine to try to curb the pandemic amid a stalled inoculation drive. (AP Photo/David Zalubowski, File)
 Mynd: AP
Lyfjastofnun Evrópu hefur komst að þeirri niðurstöðu að skrá eigi blóptappa sem afar sjaldgæfa aukaverkun bóluefnis Janssen gegn COVID-19.

Þetta er niðurstaða rannsóknar lyfjastofnunarinnar en hún leiddi í ljós að tengsl voru milli bólusetningar og blóðtappa í nokkrum tilvikum, og því yrði að taka þessar aukaverkanir sérstaklega fram. Stofnunin metur það engu að síður sem svo að ávinningurinn af því að fá bóluefnið sé meiri en áhættan. Dreifingu bóluefnisins í Evrópu var frestað í síðustu viku og sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu falið að meta hættuna á tengslum við blóðtappamyndun eftir að sex alvarleg tilfelli sjaldgæfra blóðtappa greindust í Bandaríkjunum. 

Stutt er síðan að Lyfjastofnun Evrópu komst að sömu niðurstöðu varðandi bóluefni Astrazeneca. Þess má geta að tæknin sem býr að baki bóluefni Janssen er sambærileg þeirri sem bóluefni AstraZeneca byggist á. Lyfjastofnun Íslands fjallar um niðurstöðuna á vefsíðu sinni þar sem segir að afar mikilvægt sé að þau sem hafa verið bólusett með bóluefni Janssen leiti sér læknisaðstoðar umsvifalaust og láti vita af nýlegri bólusetningu verði þau vör við einkenni sem kunni að benda til þessara mjög sjaldgæfu blóðtappa. Helstu einkennin eru eftirfarandi:

  • mæði
  • brjóstverkur
  • þroti í fæti
  • viðvarandi kviðverkur
  • einkenni frá taugakerfi, eins og verulegur eða viðvarandi höfuðverkur eða þokusjón
  • örlitlir marblettir/blæðingar undir húð á öðrum stað en þar sem bólusett var
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV