Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Loka deild í leikskóla á Húsavík vegna mögulegs smits

19.04.2021 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Ein deild í leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík er lokuð í dag á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr sýnatöku sem barn á deildinni fer í dag. Fólk sem var gestkomandi á heimili barnsins í síðustu viku greindist með veiruna um helgina.

Rúmlega 10 börn heima í dag

Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi á Húsavík, segir í samtali við fréttastofu að rúmlega 10 börn séu heima í dag til öryggis. „Við vildum ekki taka neina sénsa og lokuðum þessari deild í dag á meðan viðkomandi barn bíður eftir niðurstöðu úr skimun,“ segir Jón. 

Hann segir að enn sem komið er þyki ekki nauðsynlegt að loka öllum leikskólanum né senda börn eða foreldra í skimun. Staðan verði endurmetin seinna í dag og foreldrar upplýstir um framhaldið.