Lögðu hald á yfir 200 kg af sprengiefni í Danmörku

19.04.2021 - 10:47
Mynd með færslu
 Mynd: politiet.dk
Tveir karlmenn hafa verið handteknir í Danmörku eftir að lögregla lagði hald á yfir 200 kíló af sprengiefni á Amager. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Mennirnir tveir sem voru handteknir eru 21 og 54 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að magnið af sprengiefni sem hald var lagt á sé sögulegt og þeim sé afar létt að það sé ekki enn í höndum glæpamanna. Hætta hafi ekki stafað að þeim sem búa á svæðinu þar sem sprengiefnið fannst en málið sé mjög alvarlegt. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV