Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Gas frá gosstöðvunum berst yfir höfuðborgarsvæðið

Mynd með færslu
 Mynd: Pixabay
Veðurstofan spáir suðvestan golu eða kalda í dag. Því er útlit fyrir að gasið frá gosstöðvunum berist yfir höfuðborgarsvæðið og til austurs.

Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, annars er gert ráð fyrir éljum á víð og dreif. Spáð er ákveðinni vestlægri átt á morgun, því er útlit fyrir sólríkan dag á Suðausturlandi, en dálítil él á norðausturhorninu. Síðan er búist við sunnanátt með smá vætu og hægt hlýnandi veðri.

Vetrarfærð er um sunnan- og vestanvert landið en að mestu greiðfært austanlands að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 

Snjóað hefur á höfuðborgarsvæðinu og því minnir lögreglan ökumenn á að nota rúðusköfur. Í stuttum pistli á Facebook kveðst lögregla þó vonast til að dögum þegar þess er þörf fækki enda sé sumardagurinn fyrsti á fimmtudag.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV