Fögnuðu tíuþúsundasta gestinum með flugeldum og gjöfum

Mynd með færslu
 Mynd: Skíðasvæðið Tindastóli - RÚV
Tíuþúsundasti gestur skíðasvæðisins í Tindastóli, skíðasvæði Skagfirðinga var hylltur um helgina. Var viðkomandi leystur út með gjöfum auk þess sem staðarhaldarar sprengdu flugelda við tilefnið.

„Þetta er stór afrek hjá okkur á svæðinu“

Það er héraðsfréttamiðillinn Feykir sem greinir frá þessu en þar segir að aldrei hafi fleiri gestir heimsótt skíðasvæðið á einum vetri. „Þetta er stórafrek hjá okkur á svæðinu en þetta er stærsti vetur frá upphafi skíðasvæðisins,“ segir Sigurður Hauksson, forstöðumaður, í samtal við Feyki. 

Met í miðjum heimsfaraldri

Það vekur athygli að met sem þetta sé slegið í miðjum heimsfaraldri en ýmsar takmarkanir hafa verið á starfsemi skíðasvæða í vetur. Þrátt fyrir það hefur svæðið náð 70 opnum dögum í vetur og útlit fyrir að þeir verði fleiri, því töluverður snjór er enn á skíðasvæðinu. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV