Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Fleiri en 10 milljónir fullbólusett í Bretlandi

19.04.2021 - 16:30
epa08931955 Britain's Health Secretary Matt Hancock during a visit to see the Covid-19 vaccinations at the grounds of Epsom Race Course, in Surrey, Britain 11 January 2021. The UK government has announced that mass vaccination centres will start operating from 11 January in London, Newcastle, Manchester, Birmingham, Bristol, Surrey and Stevenage.  EPA-EFE/DOMINIC LIPISNKI / POOL
 Mynd: EPA-EFE - PA
Fleiri en 10 milljónir hafa nú verið fullbólusett í Bretlandi. Stjórnvöld eru bjarstýn á að ná markmiði sínu í bólusetningum sem er að boða alla fullorðna í fyrstu sprautu fyrir lok júlí.

Matt Hancock heilbrigðisráðherra fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði öllum þeim sem hafa komið að bólusetningum í landinu. Fleiri en 10 milljónir hafa nú verið fullbólusett og um 22 milljónir til viðbótar hafa fengið fyrri sprautuna. Fyrir viku var slakað á takmörkunum í Bretlandi en það virðist ekki hafa gert það að verkum að fleiri greinist með smit, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Í gær greindust færri en tvö þúsund með smit en þegar mest lét voru um og yfir 50 þúsund smit á dag.

Stjórnvöld segjast á góðri leið með að ná því markmiði að bjóða öllum fullorðnum fyrri sprautuna fyrir lok júlí. Í Englandi og Skotlandi mega nú allir eldri en 45 ára mæta í bólusetningu, verið er að bólusetja fólk á aldrinum 40-49 ára í Wales og á Norður-Írlandi er byrjað að bólusetja fólk 35 til 39 ára.