Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ekkert lát á vargöldinni í vesturhluta Níger

19.04.2021 - 03:24
epa03550331 A photograph made available by the French Army Communications Audiovisual office (ECPAD) on 22 January 2013 shows a Malian soldier taking part in operation Serval to push back the Islamist rebels, Diabali, Mali, 19 January 2013. Malian troops backed by the French military on 21 January 2013 moved into the central town of Diabily, which was pounded in airstrikes over the weekend, without resistance from Islamist fighters. A column of armored vehicles of the Chadian army was moving on 22 January from Niger to Mali border in order to participate to the recovery northern Mali in the hands of Islamists.  EPA/ARNAUD ROIN/ECPAD/HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
Malískir hermenn hafa misserum saman tekið þátt í sameiginlegri baráttu stjórnvalda og herja í Malí, Níger og Búrkína Fasó við vígasveitir íslamista í landamærahéruðum landanna þriggja. Mynd: EPA
Þungvopnaðir illvirkjar myrtu minnst 19 almenna borgara þegar þeir réðust inn í þorp í Tillaberi-héraði í vestanverðu Níger, nærri landamærunum að Malí, á laugardagskvöld. Héraðsstjórinn í Tillaberi segir tugi þungvopnaðra manna á mótorhjólum hafa ráðist að þorpinu Gaigorou að kvöldi laugardags, umkringt það og tekið til við að drepa þorpsbúa.

Starfsmaður héraðsstjórnarinnar sagði útsendara AFP-fréttastofunnar að árásarmennirnir hefðu byrjað á því að ráðast á fólk við jarðarför í útjaðri þorpsins áður en þeir réðust inn í þorpið sjálft þar sem þeir „skutu á alla sem á vegi þeirra urðu.“ Tillaberi-hérað liggur að landamærum Nígers að Malí og Búrkína Fasó. Mikil óöld hefur ríkt á þessu svæði síðustu misseri, þar sem vígasveitir íslamista, oftar en ekki í slagtogi við Íslamska ríkið, vaða enn uppi.