Þjóðverjar minnast látinna í kórónuveirufaraldrinum

18.04.2021 - 08:32
epa09138815 German Chancellor Angela Merkel wears a face mask as she arrives by car for a session of the German parliament Bundestag in Berlin, Germany, 16 April 2021. The German parliament consults about a change of the Protection against Infection Act(Infektionsschutzgesetz). With the changes discussed, the federal government shall be granted with more power regarding the enforcement of Coronavirus measures in the federal states.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þjóðverjar ætla í dag að minnast þeirra nærri áttatíu þúsund sem eru látnir vegna COVID-19 þar í landi.

Angela Merkel kanslari og Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands sækja athöfn í höfuðborginni Berlín, en það er í takt við annað í faraldrinum að minningarathöfnin er háð fjöldatakmörkunum. Henni verður því sjónvarpað um allt Þýskaland.

Enn er varað við því að dauðsfjöllum eigi eftir að fjölga þar sem Þjóðverjum gengur illa að ná böndum á hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. Nærri tuttugu þúsund ný smit og 67 dauðsföll voru skráð síðasta sólarhring.

Stjórnvöld hafa boðað harðari aðgerðir en mæta andstöðu við það á þinginu, þar sem hluti stjórnarandstöðunnar hefur boðað að kjósa gegn slíkri lagasetningu.