Geta greint í sundur mörg hundruð háhyrninga

Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV/Landinn

Geta greint í sundur mörg hundruð háhyrninga

18.04.2021 - 20:00

Höfundar

Marie er stofnandi samtakanna Orca Guardians Iceland en hún tók til starfa sem leiðsögumaður fyrir hvalaskoðunarfyrirtækið Láka í byrjun árs 2014.

„Ég byrjaði strax að safna myndum af háhyrningum til að reyna að bera kennsl á þá og þekkja þá í sundur,“ segir Marie. Vegna þess að lögun ugga þeirra og litur á gráum blett aftan við uggann mismunandi. Þá eru ýmsar rispur og sár sem geta hjálpað líka. 
 
Á þennan hátt getur Marie fylgst með samsetningu hópanna og ferðum þeirra. Marie hefur safnað myndum af yfir átta hundruð háhyrningum í Breiðafirði frá þeim tíma sem að Láki hefur boðið upp á ferðir til að skoða þá. Marie hefur því samtvinnað verkefnið með hvalaskoðunarferðunum en nú þegar það er engin hvalaskoðun vegna heimsfaraldurs eru farnar sérferðir til að viðhalda þekkingunni. Og félagar í samtökunum Orca Guardians fá að slást í för í gegnum netið.  
 
 „Ljósmyndaverkefnið varð svo stórt svo að árið 2016 breyttum við því í samtök. Og þá er til dæmis hægt að „ættleiða“ hárhyrning og borga þá fyrir að geta fylgst með háhyrningnum,“ segir Marie, og samtökin greiða því kostnað, olíuna, fyrir þessar sérferðir. 

Með því að greina í sundur háhyrninga með þessum hætti má ekki aðeins bera kennsl á háhyrningana í Breiðafirði heldur einnig fylgjast með ferðum þeirra út fyrir Breiðafjörð og hafa háhyrningar, sem hafa sést í Breiðafirði, einnig sést við Skotland, á Ísafirði og í Miðjarðarhafinu.