Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Vakt við eldgosið frá hádegi og mengun berst norður

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Gossvæðið í Fagradalsfjalli verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá klukkan 12 í dag og til miðnættis.

Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram þeir sem ætli sér inn á svæðið fyrir hádegi geri það á eigin ábyrgð, þar sem engir viðbragðsaðilar eru á svæðinu að mæla gasmengun og bregðast við óhöppum.

Lokað verði inn á svæðið klukkan níu í kvöld, rýming þess hefst klukkan ellefu og verður lokið fyrir miðnætti.

Spáð er sunnan 10-15 metrum á sekúndu við gosstöðvarnar framan af degi, en 5-10 síðdegis. Gasmengunin berst því til norðurs, einkum yfir Vatnsleysuströnd.