Um 50 manns í sóttkví vegna smits í Sæmundarskóla

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Um 50 manns, nemendur og starfsfólk, eru komin í sóttkví vegna kórónaveirusmits sem greindist í nemanda í 2. bekk Sæmundarskóla í Grafarholti í Reykjavík.

 

mbl.is greinir frá. Þar er haft eftir Matthildi Hannesdóttur aðstoðarskólastjóra að um 40 nemendur og tíu starfsmenn séu í sóttkví. Foreldrum hafi verið tilkynnt þetta með tölvupósti, þeir verið beðnir að vera vakandi fyrir einkennum kórónaveirunnar hjá sínum börnum og panta tíma í sýnatöku verði þeir varir við slíkt.