Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Chauvin neitaði að bera vitni - málflutningi lokið

epa09105715 Protesters march through downtown Minneapolis on the first day of opening statements for the murder trial of former Minneapolis police officer Derek Chauvin who was charged in the death of George Floyd, in Minneapolis, Minnesota, USA, 29 March 2021.  EPA-EFE/CRAIG LASSIG
 Mynd: epa
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður frá Minneapolis sem nú er fyrir rétti, ákærður fyrir morðið á blökkumanninum George Floyd, nýtti rétt sinn til að neita að sitja fyrir svörum saksóknara í réttarsal í gær.

Bæði saksóknari og verjandi Chauvins luku málflutningi sínum eftir að saksóknarinn hafði leitt sitt síðasta vitni fyrir réttinn og Chauvin tilkynnt þessa ákvörðun sína.

„Ég vísa í rétt minn samkvæmt fimmta viðauka stjórnarskrárinnar í dag," sagði Chauvin þegar hann var spurður hvort hann hygðist bera vitni í réttarsal. Fimmti viðaukinn heimilar sakborningum og vitnum að neita að bera vitni, telji þeir hætt við að vitnisburðurinn komi þeim sjálfum í koll. 

Að málflutningi og vitnaleiðslum loknum voru kviðdómendur áminntir um að forðast hvort tveggja fjölmiðla og annað fólk á meðan þeir gerðu upp hug sinn í sameiginlegri einangrun. Ráðlagði dómarinn þeim að gera ráð fyrir langri dvöl þegar þeir pökkuðu niður en vonast eftir stuttri.