Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Bjargaði tugum frá flóðbylgjunni 2004

epa04522586 (FILE) A file picture dated 29 December 2004 shows destroyed holiday bungalows on Phi Phi island, Thailand. December 2014 marks the tenth anniversary of the 2004 Indian Ocean Tsunami, or Boxing Day tsunami, which struck on 26 December 2004, triggered by a 9.2 earthquake in the Indian Ocean off the west coast of northern Sumatra, Indonesia. On the western coast of Thailand, the sea receded up to 100 meters from the shore for around 5 minutes, followed by tsunami waves up to 10 meters high and widespread flooding. More than 5,000 lives were lost, including more than 1,000 tourists.  EPA/STRINGER PLEASE REFER TO ADVISORY NOTICE (epa04522569) FOR FULL PACKAGE TEXT
 Mynd: DIP-EPA - EPA

Bjargaði tugum frá flóðbylgjunni 2004

16.04.2021 - 09:16

Höfundar

Annan í jólum 2004 gekk stærðarinnar flóðbylgja yfir nokkur ríki sem liggja að Indlandshafi og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. 10 ára bresk stúlka sem stödd var á eyjunni Phuket náði að vara fólk við og bjarga tugum frá flóðbylgjunni.

Smith-fjölskyldan var í jólafríi á eyjunni Phuket í Taílandi árið 2004. Tilly Smith, sem þá var tíu ára, naut frísins ásamt móður sinni, Penny, föður sínum Colin og Holly, yngri systur sinni. Þau böðuðu sig í sjónum, flatmöguðu á ströndinni og léku sér í fallegu umhverfi eyjunnar. Í huga Tilly var þetta paradís en sú ímynd átti eftir að breytast skyndilega.

Annan í jólum var fjölskyldan í göngutúr á ströndinni fyrir utan hótelið. Veðrið hafði þá versnað og skýin tóku að hrannast upp á himninum. Tilly fór að veita umhverfi sínu meiri athygli, því það var ekki bara himinninn sem breyttist, heldur líka sjórinn. Hún tók eftir að sjórinn náði hátt upp á ströndina og öldurnar sem komu að landi fóru ekki út aftur. Sjórinn freyddi og froðan sat ofan á öldunum. Hún var viss um að hafa séð þetta áður og að það boðaði eitthvað hræðilegt. Nokkru fyrir slysið hafði hún lært um flóðbylgjur af völdum stórra jarðskjálfta, hörmulegar afleiðingar þeirra og fyrirboða. Með snarræði sínu gat Tilly bjargað um hundrað manns sem voru staddir á ströndinni frá því að verða bylgjunni að bráð.

epa00602571 British schoolgirl Tilly Smith, 11(L) with her mother Penny (C) and father Colin Smith during a news conference at a hotel in Phuket, southern Thailand,  on Sunday, 25 December 2005. Tilly saved hundreds of lives by warning tourists in Phuket that the receding waters on 26 December 2004, meant a tsunami was on the way. The schoolgirl had studied the characteristics of a tsunami before going on vacation in Thailand last December.  EPA/NARONG SANGNAK
 Mynd: EPA
Tilly Smith ásamt foreldrum sínum í Taílandi ári eftir slysið.

Fjallað er um björgunarafrek Tilly Smith í þættinum Í ljósi krakkasögunnar. Hægt er að hlusta á þáttinn og alla aðra þætti Í ljósi krakkasögunnar á vef KrakkaRÚV