Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sambandslaust við vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vefmyndavél RÚV
Vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli duttu út í nótt. Samband rofnaði en ekki er vitað hvað getur verið að en talið er að veðrið við gosstöðvarnar hafi eitthvað með bilunina að gera.

Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir suðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu við  gosstöðvarnar í dag og er lokað fyrir aðgengi almennings að þeim í dag. 

Ekki viðraði til fjallaferða í gær, og ekki er betra veður í dag þannig að tæknideild RÚV mun hinkra og sæta lagi um leið og veður skánar. Þangað til verður því miður ekki hægt að fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu. 
 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV