
Framhaldsskólakennarar samþykktu kjarasamning
Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst síðastliðinn föstudag og lauk á hádegi í dag en 875 greiddu atkvæði sem 58,4% þeirra sem voru á kjörskrá. Af þeim sögðu 69,94% já við samþykki samnings en 26,51% voru andvíg. Auðir seðlar voru 31 eða 3,54%.
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldsskólakennara, kveður niðurstöðuna nokkuð skýra. Hann segir hana sýna eindregin skilaboð til samninganefndarinnar en framundan sé mikil vinna varðandi stofnanasamninga og vinnumat.
Í hverjum framhaldsskóla séu samstarfsnefndir sem sinni gerð stofnanasamningana sem vanda þurfi mjög til. Hann segir umboðið skýrt en vinna þurfi framhaldið á vandaðan hátt.
Áhyggjuefni sé þó hve fáir tóku þátt í atkvæðagreiðslunni en vonar að vinnan framundan veki fleiri til umhugsunar um eigin kjör.