Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Slökkviliðsmenn á bát slökktu eld í Lagarfljótsbrú

14.04.2021 - 14:14
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson
Eldur kviknaði í Lagarfljótsbrú, milli Egilsstaða og Fellabæjar, eftir hádegi í dag. Brúnni var lokað en opnað hefur verið fyrir umferð yfir hana að nýju.

Slökkviliðsmenn fóru á bát út á fljótið og sprautuðu vatni á eldinn sem virtist loga í rafmagnsköplum neðan á brúnni. Búið er að slökkva eldinn sem virtist ekki vera mikill. Ekki er útlit fyrir að skemmdir hafi verið miklar. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV