Lögreglukonan verður ákærð fyrir manndráp af 2. gráðu

14.04.2021 - 16:55
epa09131884 A protester holds a sign reading 'Justice for Daunte Wright' outside the Brooklyn Center Police Department after a night of unrest following a fatal officer involved shooting; in Brooklyn Center, Minnesota, USA, 12 April 2021. A Brooklyn Center police officer identified as Kim Potter fatally shot 20-year-old Daunte Wright during a traffic stop on the afternoon of 11 April 2021.  EPA-EFE/TIM EVANS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögreglukonan Kim Potter sem skaut svartan mann til bana í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag verður ákærð fyrir manndráp af 2. gráðu. Bandarískir miðlar hafa þetta eftir saksóknurum vestanhafs.

Potter sagði upp störfum í gær ásamt lögreglustjóranum, sem sagði dráp mannsins líklegast hafa verið slys. Daunte Wright var stöðvaður vegna umferðarlagabrots og þá kom í ljós að gefin hafði verið út handtökuskipun á hendur honum. Hann flúði þá aftur inn í bíl en þá greip Potter til byssunnar og skaut hann. Á upptöku úr búkmyndavél lögreglukonunnar má heyra hana vara við því að hún ætli að beita rafbyssu, en lögreglustjórinn sagði hana hafa beitt skotvopni fyrir mistök. 

Málið hefur vakið mikla reiði og síðustu þrjú kvöld hefur fjöldi fólks mótmælt á götum úti. Tugir hafa verið handtekin og komið hefur til átaka mill mótmælenda og lögreglu.