Líður eins og ófullgerðu púsluspili vegna stams

Mynd: Itv / RÚV

Líður eins og ófullgerðu púsluspili vegna stams

14.04.2021 - 13:37

Höfundar

Í bresku heimildarmyndinni Stamið stöðvað er fylgst með sex manneskjum sem undirgangast fjögurra daga meðferð með von um að geta talað án tafs.

Stam hefur áhrif á líf milljóna um heim allan en talið er að einn af hverjum 100 stami. Í myndinni, sem aðgengileg er í spilara RÚV, er fylgst með hvernig sexmenningarnir reyna að ná tökum á stami með því að þjálfa einbeitingu og öndun og varpa sér í aðstæður sem þau annars myndu forðast eins og heitan eldinn, eins og að flytja ræðu á Trafalgar-torgi. 

Á meðal þeirra er hinn 13 ára Riley Partridge, sem vill ekki að hann einangrist frá umheiminum vegna stamsins. Hann hefur stamað allt frá því hann byrjaði að tala, sumir dagar eru verri en aðrir en þó koma stundir þar sem það hrjáir hann ekki mjög.

Riley lýsir því þannig að honum líði eins og púsluspili sem í vantar búta. „Ég væri ónýtur ef engin leið væri að finna þá. Það gerir mig svo rosalega dapran.“ Uppáhaldsfag Rileys er leiklist, þar sem stamið hamlar honum mjög.

Mynd með færslu
 Mynd: School for Stammerers - Itv

Einnig er fylgst með jafnaldra Rileys, James Critchlow, sem hefur orðið fyrir miklu einelti vegna stamsins, hinni 25 ára Jessicu Davies, sem er brúðkaupsljósmyndari sem getur ekki hugsað sér að gifta sig fyrr en hún getur farið með heitin sjálf, hinum 53 ára Tony Robinson, vörubílstjóra sem byrjaði að stama þegar foreldrar hans skildu, og Mueid Kaleem, 29 ára lyfjafræðingi sem hefur hopað inn í skel vegna stamsins og ver öllum frístundum með fjölskyldu sinni.

Stamið stöðvað, eða School for Stammerers, er aðgengileg í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Jafnvel fullorðið fólk stríddi mér“

Innlent

Fólki sem stamar oft sagt að slaka á

Menningarefni

„Mikilvægt að taka hlutunum á jákvæðan hátt“

Innlent

„Þetta er bara hluti af mér”