Jagger kveður kófið með hressilegum rokkslagara

epa07826418 British musician Mick Jagger arrives for the premiere of 'The Burnt Orange Heresy' during the 76th annual Venice International Film Festival, in Venice, Italy, 07 September 2019. The movie is presented out of competiton at the festival running from 28 August to 07 September.  EPA-EFE/ETTORE FERRARI
 Mynd: epa

Jagger kveður kófið með hressilegum rokkslagara

14.04.2021 - 04:23

Höfundar

Mick Jagger hlakkar mikið til að losna úr viðjum heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Svo mikið, að hann samdi um það kraftmikinn og hressilegan rokkslagara og fékk Dave Grohl, forsprakka Foo Fighters, til að flytja hann með sér. Lagið heitir Eazy Sleazy og fjallar um lífið á tímum COVID-19 og þeirra margvíslegu takmarkana sem sjúkdómurinn hefur sett tilverunni, en þó enn frekar um allt það góða sem bíður okkar handan við hornið og bólusetninguna.

Ef eitthvað er að marka textann þá hefur þessi goðsagnakenndi rokkhundur meðal annars notað einveruna og innilokunina til að kenna sjálfum sér að elda, horfa allt of mikið á sjónvarp, fitna og taka samba-námskeið á netinu, sem fór þó ekki betur en svo að hann datt á rassinn.

Samsæriskenningasmiðir fá sendingu

Þá sendir Jagger samsæriskenningasmiðum og þeirra fylgjendum nokkrar pillur þegar hann segist meðal annars vera kominn með Bill Gates í blóðið eftir bólusetninguna, sem sé ekkert annað en hugsanastýring, og að geimverur séu á meðal þeirra sem mynda hið svokallaða djúpríki.

En bráðum, lofar sir Mick, báðum verða kófið og innilokunin bara minning sem fólk keppist við að muna eftir að gleyma. Hlusta má á lagið og horfa á myndbandið við það á Youtube:

 

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hápunkturinn í tónlist Rolling Stones

Popptónlist

Biðja tónleikahaldi í Bretlandi griða