Biðja Japani að endurskoða ákvörðun um Fukushima

14.04.2021 - 19:35
Erlent · Asía · Fukushima · Japan · Kína · kjarnorka · Náttúra · Umhverfismál
epa08180661 (FILE) - Workers demolish old storage tanks including water processed in ALPS (Multi-nuclide retrieval equipment) at the tsunami-devastated Tokyo Electric Power Company (TEPCO) Fukushima Daiichi Nuclear Power Plant in Okuma town, Fukushima Prefecture, Japan, 22 January 2020 (re-issued 31 January 2020). According to media reports, Japan's industry ministry said on 31 January that it is considering the release of treated radioactive water still containing tritium from the crippled Daiichi Fukushima nuclear plant into the ocean, as it would be preferable to releasing it into the atmosphere.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA / POOL
Mengað kælivatnið úr kjarnorkuverinu í Fukushima er geymt í rúmlega 1.000 vatnsgeymum Mynd: epa
Sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að dæla geislamenguðu vatni í sjó sætir mikilli gagnrýni, bæði heima fyrir og í nágrannaríkjunum. Þúsund tankar hafa verið fylltir af vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima sem skemmdist í náttúruhamförum fyrir áratug.

Yfirvöld í Japan tilkynntu um þá ákvörðun sína í gær að dæla í sjó yfir milljón tonnum af menguðu vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Vatnið var notað til að kæla kjarnaofna eftir að kælikerfi hættu að virka í jarðskjálfta, sem var níu að stærð, og í flóðbylgju sem honum fylgdi árið 2011. Óljóst var hvað ætti að gera við vatnið og var því dælt í tanka, sem eru orðnir um þúsund talsins og ekki er mikið pláss eftir. Vatnið verður meðhöndlað þannig að magn geislavirkra efna sé undir þeim mörkum sem gilda um drykkjarvatn.

Áætlanirnar mæta þó mikilli andstöðu og efnt hefur verið til mótmæla í Japan. „Ég er mjög reið. Ríkisstjórnin tilkynnti ákvörðun sína án fullnægjandi skýringa. Er það virkilega í lagi?“ spyr mótmælandi í Fukushima. 

epa09132464 A woman (R) holds a placard reading 'Don't release radioactive water!' as people stage a rally before the Prime Minister's office protesting against the government's decision to release radioactive water from Fukushima Daiichi Power Plant, in Tokyo, Japan, 13 April 2021. Japan officially decided to release treated water containing tritium from the crippled Fukushima Daiichi Nuclear Power Plant into the ocean.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
Frá mótmælum í Fukushima í gær.  Mynd: EPA-EFE - EPA

Fólk sem hefur lífsviðurværi sitt af fiskveiðum við Fukushima hefur áhyggjur af því að enginn vilji kaupa fiskinn. „Það sem ég óttast mest er tjónið af völdum slúðurs. Við verðum í vanda ef neytendur hætta að kaupa fisk,“ Takahashi Kazuyasu, sjómaður í Fukushima. „Slúðursögurnar verða skaðlegar, alveg sama hve útþynnt vatnið er,“ segir Shiba Koici, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækis í borginni. 

Einnig er óttast að ferðamönnum eigi eftir að snarfækka. „Ströndin hérna er svo falleg, hér eru ígulker og sæsniglar og fjöll meðfram ströndinni. Grillaður skelfiskur og ígulker var víðfrægur herramannsmatur en nú erum við heimamenn næstum hætt að borða sjávarfangið héðan,“ segir Sumie Araki, verslunareigandi í Fukushima.

epa09131834 (FILE) - Tokyo Electric Power Corporation officials measure radiation levels at the H4 tank area at the Fukushima Daiichi Nuclear Power Plant in Okuma, Fukushima Prefecture, northeast of Tokyo, Japan, 07 November 2013 (reissued 13 April 2021). On 13 April 2021, the Japanese government decided to release treated water containing tritium from the crippled Fukushima Daiichi Nuclear Power Plant into the Pacific Ocean.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA/POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Kínverjar hafa beðið Japani að endurskoða ákvörðunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, Zhao Lijian, spurði á fundi með fjölmiðlum í dag hvort japönsk yfirvöld hafi heyrt af efasemdum og áhyggjum af vatninu sem fólk hafi látið í ljós bæði í Japan og í öðrum löndum. Þá minnti hann á að samtök útgerðarfyrirtækja í Japan hafi sent frá sér tilkynningu þar sem áformunum var harðlega mótmælt. „Hafið er ekki ruslatunna Japans og Kyrrahafið er ekki holræsi,“ sagði Lijian og benti á að afleiðingarnar myndu ekki aðeins snerta Japani heldur allan heiminn. Áformunum hefur einnig verið mótmælt af stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Kína.

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin styður ákvörðun Japana og ætlar að vera þeim innan handar, meðal annars með því að veita tæknilega ráðgjöf. „Við sendum öryggis-og eftirlitsteymi til Japans, veitum stuðning og verðum á staðnum,“ segir framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Rafael Mariano Grossi.