Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Allt að 14 stiga hiti norðantil á landinu

14.04.2021 - 06:49
Par við sólsetur
 Mynd: Stocksnap.io
Veðurstofan spáir sunnan- eða suðvestankalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu og dálítilli rigningu eða skúrum í dag. Áfram verður þurrt og bjart Norðaustan- og Austanlands.

Milt verður í veðri og hiti víða 5 til 10 stig. Á fimmtudag gengur svo í
hvassa suðaustanátt, 13 til 20 metra á sekúndu með talsverðri rigningu um landið sunnanvert.

Einnig rignir vestanlands en þurrt og bjartara verður yfir fyrir norðan. Aðeins hlýnar en búist er við allt að 14 stiga hita norðantil. 

Á Reykjanesskaga er spáð suðvestan 8 til 13 metrum á sekúndu í dag og því berst gasmengun til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV