Vatni úr Fukushima verður dælt út í sjó

13.04.2021 - 06:54
Erlent · Asía · Fukushima · Japan · kjarnorka · Umhverfismál
epa09131854 (FILE) - A view of Tokyo Electrical Power Company's (TEPCO) Fukushima Daiichi Nuclear Power Plant undergoing decommissioning work, as seen from Namie, Fukushima Prefecture, northern Japan, 11 March 2021 (reissued 13 April 2021). On 13 April 2021, the Japanese government officially decided to release treated water containing tritium from the crippled Fukushima Daiichi Nuclear Power Plant into the ocean.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Japanska stjórnin samþykkti í morgun að hleypa rúmlega milljón tonnum af unnu vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Vatninu verður þó ekki sleppt fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár. Sjómenn eru ósáttir og stjórnvöld í Peking og Seúl eru áhyggjufull vegna málsins.

Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, segir ekkert að óttast þar sem búið verður að fjarlægja nánast allt geislavirkt efni úr vatninu. Alþjóðakjarnorkumálastonfunin styður ákvörðun Japana og segir reglugerð Japana í samræmi við reglur um losun vatnsúrgangs úr kjarnorkuverum annars staðar í heiminum.

Alls hefur um ein milljón tonna og fjórðungi betur safnast saman við kjarnorkuverið, sem eyðilagðist í flóðbylgjunni eftir stóra jarðskjálftann árið 2011. Þar á meðal er vatn sem var notað til að kæla karnorkuverið, auk regnvatns og grunnvatns sem rennur þangað á degi hverjum, að sögn AFP fréttastofunnar. Vatninu er dælt þaðan og síað.