Veðurstofan spáir sunnan og suðvestan 3 til 8 metrum á sekúndu í dag, en 8 til 13 um landið norðvestanvert. Skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Síðan hvessir dálítið á morgun með vætu á svipuðum slóðum og í dag en áfram verður bjart veður fyrir norðan og austan. Milt veður og hiti á bilinu 5 til 10 stig.