Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Vilja banna stutt innanlandsflug

12.04.2021 - 15:01
epa09130174 An Air France Boeing 787 bound for Bogota, Colombia,  awaiting loading  of Chinese vaccine SinoVac in Roissy Airport, near Paris, 11 April 2021 (issued 12 April 2021). Airline company Air France KLM Cargo, operated two flies to Cameroon and Colombia with a shipment of Chinese covid19 vaccines SinoPharm and SinoVac through its cargo area of Roissy airport (CDG).  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt bann við stuttu innanlandsflugi. Með banninu er ætlunin að minnka kolefnislosun. Verði það að lögum nær það til flugferða á milli staða þar sem hægt er að fara sömu leið með lest, að því gefnu að lestarferðin taki innan við tvær og hálfa klukkustund.

Öldungadeild þingsins á eftir að fjalla um bannið, sem gæti haft að í för með sér að ekki verði flogið frá París til Lyon og Bordeaux, svo dæmi séu tekin.

Áður var til skoðunar að fella niður allar flugferðir innanlands sem eru styttri en fjórir tímar en fallið var frá því eftir mótmæli úr nokkrum landshlutum sem þá hefðu misst flugsamgöngur. Einnig bárust andmæli frá flugfélaginu KLM, sem hefur, líkt og flest flugfélög, orðið fyrir skakkaföllum í faraldrinum. 

Samtök neytenda í Frakklandi, UFC-Que Chosir, höfðu skorað á þingið að halda sig við að banna flug þar sem lestarferðir taka fjóra tíma eða minna og í umfjöllun Guardian um málið segir að flugvél losi 77 sinnum meira kolefni á hvern farþega en lest, jafnvel þó að lestarferðin sé ódýrari. 

Reglur sem þessar hafa verið til skoðunar í nágrannaríkjunum. Ríkisstjórn Austurríkis tilkynni í júní að sérstakur skattur, 30 evrur, yrði lagður á alla flugmiða í ferðir sem eru styttri en 350 kílómetrar, og sem hægt er að fara með lest á innan við þremur tímum. 

Í Hollandi hafa síðan árið 2013 verið gerðar tilraunir til að banna stuttar flugferðir innanlands. Þingið samþykkti árið 2019 bann við flugi frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Zaventem-flugvallar í Belgíu, um 150 kílómetra leið, en bannað braut í bága við reglur Evrópusambandsins um frjálsa för og tók því aldrei gildi. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir