Meiri hagvöxtur en búist var við

12.04.2021 - 19:07
Mynd: Unsplash / Unsplash
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að heimshagkerfið nái sér fyrr á strik en gert var ráð fyrir þegar Covid-faraldurinn var í hámarki í fyrra. Hagvöxtur verði kröftugur og heimsframleiðslan verði meiri í ár, en árið 2019. 

Framleiðslan meiri í ár en 2019

Hagkerfið í heiminum virðist ætla að jafna sig fyrr á Covid-faraldrinum en útlit var fyrir samkvæmt nýrri spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að heimsframleiðslan verði þegar á þessu ári, 2021, orðin meiri en árið 2019. Samdrátturinn á Evrusvæðinu var 6,6% á síðasta ári, en nú er gert ráð fyrir að hagvöxturinn á þessu ári verði 4,4% á Evrusvæðinu og 6,0% prósent í heiminum öllum.

Hægari vöxtur á Íslandi

Spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland gera ráð fyrir 3,7% hagvexti á þessu ári og ögn lægri vexti á næsta ári. Landsframleiðslan hér á landi í ár verður minni en hún var á síðasta ári. En á næsta ári,2022 , verður hún orðin ögn meiri en árið 2019, eða sem nemur 0,2%. Spegillinn fékk Gústaf Steingrímsson hagfræðing hjá hjá Hagfræðideild Landsbankans til að rýna aðeins í spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. 

Heyra má viðtalið við Gústaf í Spilaranum hér að ofan.

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV