Flugvél hlekktist á í lendingu

12.04.2021 - 23:40
Bombardier vél Air Iceland Connect kom inn til lendingar á öðrum hreyflinum vegna vélarbilunar. Allt fór vel. Mikill viðbúnaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið og fylgdi vélinni síðasta spölinn.
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Svo virðist sem nefhjólið hafi gefið eftir. Engin meiðsl urðu á fólki eftir því sem næst verður komist.

Starfsmenn flugsviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa voru kallaðir út til að kanna flugvélina og vettvanginn áður en flugvélin verður færð til. 

Uppfært klukkan 00:41:
Tveir menn voru um borð í flugvélinni og eru þeir báðir heilir á húfi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendingu. Flugvélin var af gerðinni Cessna T337h, tveggja hreyfla flugvél með öðrum hreyfilinum að framan og hinum að aftan.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV