Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Vara við áhættuhegðun á hættusvæði við gosstöðvarnar

11.04.2021 - 14:25
Mynd með færslu
 Mynd: Reynir Freyr Pétursson
Fólk getur verið í mikilli hættu fari það inn á hættusvæðið við gosstöðvarnar vegna atburða sem þar geta orðið. Talsvert hefur borið á að almenningur hafi farið langt inn skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Jafnvel eru dæmi um að farið hafi verð inn á þröng svæði á milli hrauntunga, þar sem lítið má út af bregða og fólk lokist inni. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavörnum sem vara mjög við hegðun af þessu tagi.

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir

Þar er langmest hætta á að gossprungur opnist án fyrirvara sem fylgt getur skyndilegt og hraðskreitt hraunflæði sem örðugt er að forðast. Auk þess getur fólk alltaf verið í hættu vegna framrásar hrauns og uppsöfnunar gass.

Því biðla almannavarnir til almennrar skynsemi fólks og hvetja það til að meta aðstæður hverju sinni.