Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Mynd með færslu
Selfoss og Ölfusá. Á myndinni má sjá hús við Jórutún. Myndin er úr safni. Mynd: Jónsson Jónsson Jónsson - Jóhannes Jóhannes Jóhannes
Níu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí næstkomandi, þrjár konur og sex karlar. Kjörnefnd flokksins í kjördæminu úrskurðaði öll þau framboð gild sem bárust áður en framboðsfrestur rann út.

Eyjafréttir greina frá þessu og að meðalaldur frambjóðenda sé 47 ár. Þau sem greiða atkvæði í prófkjörinu velja fimm frambjóðendur hvert.

Páll Magnússon tilkynnti í aprílbyrjun að hann gæfi ekki kost á sér í prófkjörinu af persónulegum ástæðum en hann er einn þriggja þingmanna flokksins í kjördæminu.

Þau sem gefa kost á sér eru Ásmundur Friðriksson alþingismaður, Björgvin Jóhannesson fjármálastjóri, Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri, Ingveldur Anna Sigurðardóttir laganemi, Jarl Sigurgeirsson skólastjóri, Margeir Vilhjálmsson framkvæmdastjóri og Vilhjálmur Árnason alþingismaður.