Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hryðjuverk en ekki óhapp í kjarnorkuverinu

11.04.2021 - 16:28
epa03593933 (FILE) A file picture dated 18 November 2005 shows the nuclear enrichment plant of Natanz in central Iran. Media reports on 21 February 2013 state that the IAEA said that Iran has begun installing advanced centrifuge machines for enriching uranium at its nuclear plant at Natanz.  EPA/ABEDIN TAHERKENAREH
 Mynd: EPA
Kjarnorkustofnun Írans, IAEO, segir að Natanz kjarnorkuverið hefði orðið fyrir hryðjuverkaárás. Fyrr í dag greindi stofnunin frá því að óhapp hefði orsakað rafmagnsbilun í kjarnorkuverinu.

Í yfirlýsingu fordæmdi Ali Akbar Salehi, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Írans,  það sem hann sagði misheppnaða tilraun. Þá hvatti hann alþjóðasamfélagið og Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að takast á við hryðjuverk andstæðinga kjarnorku. 

Salehi gefur ekki upp í tilkynningunni hverjir hafi staðið fyrir hryðjuverkaárásinni að öðru leyti en að þetta hafi verið óvinir ríkisins sem vilji koma í veg fyrir framþróun kjarnorkuiðnaðar landsins. 

Írönsk yfirvöld tilkynntu í gær að byrjað væri að auðga úran í kjarnorkuverinu, í trássi við skilmála kjarnorkusáttmála ríkisins við stórveldin. Behrouz Kamalvandi, talsmaður Kjarnorkustofnunar Írans, sagði fyrr í dag að í óhapp hefði orðið í rafrás í kjarnorkuverinu. Engan hefði sakað og engin mengun orðið vegna óhappsins.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV