Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bóluefni Janssen lendir á miðvikudaginn

11.04.2021 - 12:28
FILE - This Saturday, March 6, 2021 file photo shows vials of Johnson & Johnson COVID-19 vaccine in the pharmacy of National Jewish Hospital for distribution in east Denver. The European Medicines Agency is meeting Thursday March 11, 2021, to discuss whether Johnson & Johnson’s one-dose coronavirus vaccine should be authorized, a move that would give the European Union a fourth licensed vaccine to try to curb the pandemic amid a stalled inoculation drive. (AP Photo/David Zalubowski, File)
 Mynd: AP
2.400 skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir 14. apríl og er það fyrsta sendingin af því bóluefni sem kemur til landsins. 2.400 skammtar til viðbótar eru væntanlegir 26. apríl.

Þetta staðfestir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu bóluefna hérlendis. Janssen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum að því leyti að aðeins þarf einn skammt til að veita vörn gegn Covid-19.

Greint var frá því í gær að næstu tvær vikur myndu berast helmingi færri skammtar af bóluefni Astra Zeneca til Evrópusambandsins en áætlanir gerðu ráð fyrir en að það yrði bætt upp í lok mánaðar. Síðasta sending af Astra Zeneca kom til Íslands í gær og segir Júlía að enn sem komið er sé dreifing Astra Zenenca á áætlun og er búist við 16 þúsund skömmtum frá 12. apríl og til loka mánaðar.