Landamæraeftirlit Bandaríkjanna skráði um 171 þúsund manns sem reyndu að komast til Bandaríkjanna yfir landamæri Mexíkó án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, í marsmánuði einum. Það er fjölgun um ein 70% frá mánuðinum þar á undan.
Af þessum ríflega 170 þúsund eru um 18 þúsund börn og ungmenni.
Þetta er mesti fjöldi skráðra ólöglegra innflytjenda á einum mánuði í Bandaríkjunum í allavega fimmtán ár.
Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur verið tíðrætt um að breyta stefnu forvera síns í starfi þegar landamærin eru annars vegar. Landamæravörðum er ekki lengur heimilt að vísa til baka fylgdarlausum börnum eða barnafjölskyldum. Hvað tekur svo við fyrir þann hóp er reyndar aðeins óljósara.
Sjónvarpsfrétt um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.