Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Könnun sýnir bjartsýni Íslendinga til náinnar framtíðar

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnhildur Thorlacius - RÚV
Íslendingar eru bjartsýnni nú á framtíðarhorfur í atvinnu- og efnahagslífi landsins en þeir voru eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þetta byggir á væntingavísitölu Gallups en gildi hennar hafa mælst yfir 100 frá því í nóvember sem þýðir að fleiri séu bjartsýnir en svartsýnir á stöðuna.

Væntingvísitalan samanstendur af mati fólks á núverandi stöðu og væntinga til stöðunnar í framtíðinni en í Hagsjá Landsbankans kemur fram að væntingar til næstu mánaða mælist jákvæðar sem gæti bent til þess að einkaneysla aukist.

Þó ætla mun færri Íslendingar til útlanda í sumar samanborið við fyrri ár samkvæmt könnun Ferðamálastofu. Sömuleiðis varð samdráttur í nýskráningum bifreiða milli ára en æ fleiri kaupa farartæki sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum. 

Það eigi sér í lagi við ef vel tekst til við bólusetningar. Væntingar almennings til komandi sex mánaða lækkuðu talsvert þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins hófst, glæddust síðasta sumar og lækkuðu aftur með haustinu.

Frá því í nóvember þegar væntingar komust yfir 100 stig hafa þær hækkað nærri stöðugt milli mánaða uns þær komust í 149 stig í febrúar sem er hæsta mælda gildi síðan í maí 2003.

Það þykir benda til bjartsýni landsmanna á að kórónuveirukreppan vari stutt og ástandið batni skjótt en bjartsýni er meiri nú en var í síðustu kreppu. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV