Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Finna ekki tengsl milli bóluefnis Janssen og blóðtappa

10.04.2021 - 04:30
Bóluefni Janssen
 Mynd: AP - Ljósmynd
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið segist ekki hafa fundið orsakasamhengi á milli bólusetningu með bóluefni Janssen og blóðtappa. Evrópska lyfjaeftirlitið rannsakar fjögur tilfelli blóðtappa sem mynduðust eftir að viðkomandi voru bólusettir með efninu.

Breska dagblaðið Guardian greindi frá því í gær að þetta væri í fyrsta sinn sem bóluefni Janssen væri til rannsóknar vegna slíkra aukaverkana. AFP fréttastofan hefur eftir bandaríska lyfjaeftirlitinu hafi ekkert fundist enn sem komið er sem bendi til orsakasamhengis.

Evrópska lyfjastofnunin lýsti því yfir fyrr í vikunni að blóðtappar væru mjög sjaldgæf aukaverkun bólusetningar með efni AstraZeneca. Aðeins þarf einn skammt af bóluefni Janssen. Markaðsleyfi fyrir efninu er klárt í Evrópu, en notkun á því er ekki hafin enn.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV