Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 

Maðurinn er kominn á sjúkrahúsið á Ísafirði og líðan hans er góð miðað við aðstæður.

Samkvæmt upplýsingum Hlyns Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum virðist maðurinn ekki hafa beinbrotnað í slysinu, hann er ekki í lífshættu en finnur mikið til. Hlynur segir að mun betur hafi farið á horfðist í fyrstu. 

Að því er best er vitað voru tveir menn saman á snjósleða sem fór fram af hengju og annar fékk sleðann yfir sig. 

Fréttin var uppfærð klukkan 21:10.
 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV