Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýorkubílar eru um 67% nýskráðra bíla á árinu

epa05353065 A electric car from Tesla is being charged at a supercharger facility in Solli, Norway, 04 June 2016. These charging stations are built specifically for electric cars from Tesla and makes it possible to charge the car's large battery in a shorter period of time. Tesla are building super chargers along the main road in Norway and Europe. Reports 06 June 2015 state four leading Norway's political parties have tentatively agreed on a bill that will end the sales of fossil-fuel driven vehicles by 2025. Norway currently boasts the biggest number of electric vehicles with a total of 24 per cent of all vehicles on the road.  EPA/TORE MEEK NORWAY OUT
 Mynd: EPA - NTB Scanpix
Nýskráningum svokallaðra nýorkubíla heldur áfram að vaxa fiskur um hrygg en hlutfall þeirra er um 67% af seldum bílum það sem af er árinu. Hlutfall þeirra var nálægt 60% á sama tímabili í fyrra. Nýskráningum bíla fækkaði nokkuð milli ára.

Samdráttur í nýskráningum fólksbíla nam 15,8% fyrstu þrjá mánuði ársins saman borið við sömu mánuði á síðasta ári að því kemur fram í upplýsingum Bílgreinasambandsins og FÍB greinir frá.

Alls voru nýskráðar 2.089 bifreiðar þessa mánuði, þar af 956 í marsmánuði. Það eru 11,3% færri skráningar en í sama mánuði í fyrra. Almenningur keypti færri nýja bíla fyrstu þrjá mánuði þessa árs en í fyrra. Samdrátturinn milli ára nemur 8,3% en 1.374 nýskráninganna voru til almennings. 

Bílaleigur keyptu um 300 bíla fyrstu þrjá mánuði ársins, samdrátturinn milli ára nemur 45,6%.