Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Hugrakkasta kona Ameríku

Mynd með færslu
 Mynd: Whatsupnewp - KrakkaRÚV

Hugrakkasta kona Ameríku

09.04.2021 - 15:44

Höfundar

Fjórtán ára gömul var Ida Lewis orðin þekkt sem besta sundkona Rhode Island í Bandaríkjunum og frábær ræðari. Frægust er hún þó fyrir björgunarafrek sín en talið er að hún hafi bjargað 18-25 manns úr sjávarháska og fékk hún viðurnefnið: Hugrakkasta kona Ameríku.

Idawalley Zoradia Lewis, eða Ida eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 25. febrúar árið 1842. Iðnbyltingin hafði þátt sett svip sinn á samfélagið og vélar farnar að taka við af handafli og hestum. Það var þó enn verið að nýta handaflið í margt, eins og á styttri siglinum. Oft var það mikið þrekvirki að koma bátum í örugga höfn þegar veður voru vond til sjóferða. Þá nutu menn engrar raflýsingar í vitum sem stýrt er með fjarbúnað og tölvum eins og gert er í dag heldur reiddu menn sig á eld í olíulömpum.

Það er talið að Ida Lewis hafi bjargað á bilinu 18-25 manns yfir ævina, jafnvel eru björgunarafrekin fleiri en Ida hélt ekki nákvæmt bókhald um sín afrek. Hún spurði aldrei hver það var sem þyrfti björgun, hvort það væri maður eða kona, barn eða dýr, ríkur eða fátækur. Sama hvað hún vann mikið þrekvirki við björgunarstörf sem ung kona, hún fékk aldrei þakkir fyrir. Það var ekki fyrr en hún var 26 ára sem hún fékk í fyrsta sinn þakkir og viðurkenningu fyrir mannsbjörgun.

Fjallað er um afrek Idu Lewis í þættinum Í ljósi krakkasögunnar. Hægt er að hlusta þáttinn og alla aðra þætti Í ljósi krakkasögunnar á vef KrakkaRÚV