Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Aldrei fleiri bólusett á einum degi

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Aldrei hafa fleiri verið bólusett gegn COVID-19 á einum degi hér á landi en í gær þegar 6.630 fengu bóluefni. Um 2,4% þeirra 280 þúsunda sem til stendur að bólusetja fengu því sprautu í gær.

Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að 2.330 hafi fengið bóluefni Pfizer og 4.301 bóluefni AstraZeneca. Tæplega 59 þúsund eða 21% heildarfjöldans hafa því fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis.

Gangi staðfestar áætlanir um afhendingu bóluefna í apríl eftir, má vænta þess að þriðjungur þeirra sem til stendur að bólusetja, hafi fengið minnst einn skammt um næstu mánaðamót. Það eru um 90 þúsund manns.