13 fyrirtæki sýna vegi yfir Hornafjarðarfljót áhuga

09.04.2021 - 12:25
Mynd með færslu
 Mynd: Þorvarður Árnason - Hornafjörður
Alls hafa 13 fyrirtæki sýnt áhuga á því að taka þátt í markaðskönnun sem er undirbúningur fyrir útboð á nýjum vegi yfir Hornafjarðarfljót. Forkönnun Vegagerðarinnar er lokið og er reiknað með að verkefnið verði auglýst til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu í maí.

Í hópum eru meðal annars ráðgjafafyrirtæki og fjármögnunaraðilar, íslenskir og erlendir. Stefnt er að því að bjóða út í einu lagi, framkvæmd, fjármögnum, viðhald og rekstur nýs vegar og gæti kostnaður orðið nálægt sex milljörðum. Þetta er fyrsta samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila samkvæmt nýjum lögum sem ætlað er að hraða uppbyggingu samgöngumannvirkja.