Hin aldalanga óeirðasaga Norður-Írlands

08.04.2021 - 17:20
Mynd: Peter Morrison / AP Photo
Óeirðir á Norður-Írlandi eru aftur orðnar fréttaefni, fleiri en 50 lögreglumenn eru slasaðir eftir átök undanfarna daga og í gær voru átök þar sem íbúar í hverfum sambandssinna og lýðveldissinna mættust. Í viðbót við aldalanga óeirðasögu er COVID, öllu heldur umdeild jarðarför byltingarsinna úr Sinn Fein í fyrrasumar. Og ekki síst Brexit, öllu heldur sú lausn sem Boris Johnson forsætisráðherra kaus varðandi Norður-Írland.

Þegar ástandið á Norður-Írlandi berst í tal er alltaf spurning hvar eigi að hefja söguna. Og sagan var vissulega rædd árið 2016 í upptaktinum að þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild Breta að ESB. Eins og John Major fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins benti þá á í ræðu á Norður-Írlandi: útganga Breta úr ESB gæti opnað aftur alla átakasöguna, sem friðarsamningurinn 1998 átti að binda endi á og sem gæti þá rifið í sundur hið sameinaða breska konungdæmi, sagði Major.

epa07709761 Former British Prime Minister John Major in the Royal Box on Centre Court during the Wimbledon Championships at the All England Lawn Tennis Club, in London, Britain, 11 July 2019. EPA-EFE/ANDY RAIN EDITORIAL USE ONLY/NO COMMERCIAL SALES
John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPA-EFE - EPA
John Major var forsætisráðherra Breta á árunum 1990 til 1997.

Tony Blair fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins, tók við sem forsætisráðherra af Major 1997 og stóð þarna við hlið forvera síns. Boðskapur þeirra var: í kjölfar Brexit gætu blossað upp aftur gömlu norður-írsku átökin milli sambandssinna, sem kjósa óbreytt samband við Bretland og lýðveldissinna, sem vilja sameinast Írlandi.

epa06659927 (L-R) Former Irish Taoisrach (Premier) Bertie Ahern, former British Prime Minister Tony Blair, former US President Clinton and former US Senator George J. Mitchell attend a panel discussion at Queen's University in Belfast, northern
 Mynd: EPA
Bertie Ahern fyrrv. forsætisráðherra Íra, Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta, Clinton fyrrv. forseti Bandaríkjanna og George J. Mitchell fyrrv. öldungardeildarþingmaður á 20 ára afmæli friðarsamninganna sem kenndir eru við föstudaginn langa.

Og Brexit hefur vissulega breytt aðstæðum á Norður-Írlandi því Brexit-samningur Boris Johnsons forsætisráðherra Breta við ESB felur í sér landamæri milli Norður-Írlands og Bretlandseyja. Brexit því áþreifanlegt vandamál á Norður-Írlandi. Vekur urg og óróa í hópi sambandssinna, sem sjá þarna skorið á sambandið við Bretlandseyjar. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, DUP, leiðir samsteypustjórn á Norður-Írlandi. Flokkurinn studdi Brexit, en ekki þessa útfærslu, sem býr til landamæri í Írlandshafi.

Sinn Fein styður sameiningu við Írland og Alliance, flokkur sem gengur þvert á gömlu skiptinguna, eru báðir í stjórn með DUP. Þeir telja að Brexit-vandann megi leysa en DUP geri ekkert til þess.

Lögreglan á Norður-Írlandi hefur undanfarið verið að vara við undirliggjandi urg, sem bæði sjáist á samfélagsmiðlum og í veggjakroti. Því á Norður-Írlandi er veggjakrot ennþá pólitískur miðill. 

Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Veggmynd í Belfast af Bobby Sands, liðsmanni IRA. Sands lést 27 ára gamall eftir 66 daga mótmælasvelti í fangelsi fyrir 40 árum.

Í viðbót við gömlu átakasöguna hefur COVID líka haft áhrif. Sekkjapípuleikarar gengu með líkfylgd Bobby Storey, þegar hann var borinn til grafar sumarið 2020 að tvö þúsund manns viðstöddum. Storey var í forystu írska lýðveldishersins á árum vopnaðrar baráttu gegn breskum stjórnvöldum.
Samkoman fór fram undir beru lofti og Gerry Adams fyrrum leiðtogi Sinn Fein hélt ríflega hálftíma ræðu. Bæði líkræða og pólitísk ræða, öðru hvoru rofin af lófaklappi viðstaddra. Í lokin, þakkarorð til hins látna og hvatningarorð til viðstaddra: aðgerðarsinnar skyldu reyna að gera meira. Fyrir aðra væri þetta dagurinn til að hefja aðgerðir.

Þegar þessir tvö þúsund vinir Storeys fylgdu honum til grafar voru allar fjöldasamkomur bannaðar vegna Covid. Lögreglan gerði ekkert og frekari rannsókn hefur verið látin niður falla. Sambandssinnar segja þetta til marks um að ein lög gildi fyrir lýðræðissinna, önnur fyrir sambandssinna, gamalt þema í deilunum á Norður-Írlandi.

Friðarsamkomulagið frá 1998 er gjarnan kennt við föstudaginn langa, daginn sem það var undirritað. Og af sögulegum ástæðum hafa páskarnir oft verið átakatími á Norður-Írlandi. Og þá einnig í ár.
 

A firework explodes as Nationalist and Loyalist rioters clash with one another at the peace wall on Lanark Way in West Belfast, Northern Ireland, Wednesday, April 7, 2021. The police had to close roads into the near by Protestant area as crowds from each divide attacked each other. (AP Photo/Peter Morrison)
 Mynd: Peter Morrison - AP Photo
Eldglæringar í nóttinni þegar hópar sambandssinna og lýðveldissinna tókust á í gærkvöld.

Óeirðirnar voru ekki fjölmennar en nóg til að yfir 50 lögreglumenn hafa hlotið áverka. Ungur aldur þátttakenda vekur athygli, börn í hópnum sem hefur brennt bíla og grýtt lögregluna. Lögreglan segir glæpagengi hafa komið við sögu ásamt ólöglegum hópum með pólitísk tengsl. Búðareigendum hafi fyrirfram verið ráðlagt að byrgja búðarglugga, átökin því ekki blossað upp fyrirvaralaust.

Stjórnmálaleiðtogar hafa allir fordæmt ofbeldið, en útleggingin á átökunum er ólík. John O‘Dowd fyrrum ráðherra Sinn Fein segir að flokkur sinn og fleiri hafi varað DUP við því að styðja Brexit og það í sinni hörðustu hægri-útgáfu Íhaldsflokksins sem myndi valda vanda við landamæri Írlands og Norður-Írlands.

epa07188911 Leader of the Democratic Unionist Party (DUP) of Northern Ireland Arlene Foster addresses the media outside the British Broadcasting Corporation (BBC) after appearing on the Andrew Marr television show in Central London, Britain, 25 November 2018. Foster has reiterated the DUP will not support the draft Brexit withdrawal plan put forward by British Prime Minister Theresa May.  EPA-EFE/WILL OLIVER
Arlene Foster, leiðtogi DUP. Mynd: EPA-EFE - EPA
Arlene Foster er fyrsti ráðherra Norður-Írlands og formaður Lýðræðislega sambandsflokksins, stærsta flokks mótmælenda.

Arlene Foster leiðtogi DUP og fyrsti ráðherra Norður-Íra hafnar þessari útleggingu. Það sé mikil hræsni, að Sinn Fein, sem hafi stutt ofbeldi í fjóra áratugi, gagnrýni nú ofbeldi. Jarðaför Storeys í fyrra sýni að það sé nú ný og ósnertanleg elíta á Norður-Írlandi.