Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Heimsglugginn: Átök á Norður-Írlandi og Grænland

Mynd: AP / AP
Sjötta kvöldið í röð kom til óeirða á Norður-Írlandi í gærkvöld. Flóknar ástæður liggja að baki óánægju meðal sambandssinna í röðum mótmælenda. niðurstöður þing- ov sveitastjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit eða IA vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA maðurinn til að gegn embættinu.

Átök á Norður-Írlandi

Ein ástæða óeirðanna á Norður-Írlandi er reiði vegna þess að leiðtogar helsta flokks kaþólikka, Sinn Féin, voru ekki ákærðir fyrir brot á sóttvarnarreglum þó að þau hafi brotið útivistarreglur með því að sækja útför IRA-skæruliðans Bobby Story á síðasta ári. Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands og formaður stærsta flokks mótmælenda, hefur krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins.

Óánægja vegna ákvæða Brexit-samningsins

Þá eru mótmælendur margir óánægðir með að Norður-Írland hefur breytta stöðu innan Sameinaða konungdæmisins, United Kingdom, eftir Brexit og í raun eiga að vera landamæri milli Norður-Írlands og annarra hluta Stóra-Bretlands. Naomi Long, formaður Alliance flokksins og dómsmálaráðherra Norður-Írlands, segir að hluti ástæðu óeirðanna sé að þeir sem vilji spilla friðinum séu í öfgasamtökum sambandssinna sem hafi verið í glæpastarfsemi og fíkniefnaviðskiptum og lögreglunni hafi tekist vel upp í baráttu gegn þessari glæpastarfsemi.

Úrslit kosninganna á Grænlandi

Þá ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson niðurstöður þing- og sveitarstjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit, eða IA, vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA-maðurinn til að gegn embættinu. Kupiik Kleist gegndi því frá 2009-2013 en annars hefur jafnaðarmannaflokkurinn Siumut veitt stjórnum Grænlands forystu frá því að fyrsta stjórnin var mynduð 1979.