Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Vilja að ungt fólk fái annað bóluefni en AstraZeneca

07.04.2021 - 15:21
epa08951841 A doctor administers the Pfizer-BioNTech vaccine at a vaccination centre in Salisbury Cathedral in Salisbury, Britain, 20 January 2021. More than four million people in the UK have received their first dose of a Covid-19 vaccine, according to government figures. People in their 70s and the clinically extremely vulnerable in England are now among those being offered the vaccine.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sérfræðínganefnd breskra stjórnvalda á sviði bóluefna telur að bjóða eigi öllum sem eru yngri en þrjátíu ára og fá annað bóluefni en AstraZeneca, sé það mögulegt. Þetta er lagt til vegna nokkurra tuga tilfella þar sem fólk hefur fengið blóðtappa stuttu eftir bólusetningu með bóluefninu.

 

Lyfjastofnun Evrópu hélt áðan upplýsingafund um rannsóknir á mögulegum tengslum bóluefnisins og blóðtappa. Þar var fólk hvatt til þess að þiggja bólusetningu og fram kom að rannsóknir stofnunarinnar hafi leitt í ljós að ávinningur bólusetningar sé meiri hætta á aukaverkunum. Á sama tíma í dag fór fram upplýsingafundur breskra stjórnvalda um AstraZeneca, en höfuðstöðvar þess eru á Englandi. 

„Fólki á aldrinum 18 til 29 ára, sem ekki hefur undirliggjandi sjúkdóma, ætti að bjóða að fá annað bóluefni við COVID en AstraZeneca, ef slíkt er mögulegt,“ sagði,“ Wei Shen Lim, prófessor við Notthingham háskóla og formaður bóluefnanefndar breska ríkisins á fundinum í dag.