Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Segja blóðtappa mjög sjaldgæfa eftir bólusetningu

epa09038094 A vial containing 10 doses of the Oxford Astra-Zeneca COVID-19 vaccine in Paris, France, 26 February, 2021. France begins vaccination of people aged 50 to 64 with Astrazeneca anti-covid19 vaccine as allowing doctors to vaccinate in their doctor's offices as the country is in the midst of a new wave of coronavirus (COVID-19) infections as the number of cases is increasing day by day.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
 Mynd: EPA
Lyfjastofnun Evrópu lýsir því yfir í tilkynningu að blóðtappar séu mjög sjaldgæf aukaverkun bólusetningar með bóluefni AstraZeneca við COVID-19. Þá segir einnig að ávinningur af bólusetningu gegn veirunni séu meiri en hættan á blóðtappa.

Skrá á blóðtappa sem sjaldgæfa aukaverkun með bóluefninu, segir í tilkynningunni. 

Upplýsingafundur stofnunarinnar um rannsóknir á tengslum milli bólusetningar og blóðtappa var haldinn í dag klukkan 14:00. Á fundinum hefur komið fram að flest tilfelli blóðtappa eftir bólusetningu hafi verið hjá konum, sem eru yngri en 60 ára. Þá varð blóðtappanna vart innan tveggja vikna frá bólusetningu.  

Ekki hafi verið staðfestir sameiginlega áhættuþættir hjá fólki sem hefur fengið blóðtappa eftir bólusetningu, að því er fram kom á fundinum. „Sértækir áhættuþættir, eins og aldur, kyn og heilsufarssaga hafa ekki verið staðfestir, þar sem þetta eru sjaldgæf tilfelli hjá öllum aldurshópum,“ sagði Emer Cooke, framkvæmdastjóri Lyfjastofnunar Evrópu á upplýsingafundinum. Tilfellin séu of fá til að hægt sé að draga slíkar ályktanir. 

Þá sögðu sérfræðingar stofnunarinnar á fundinum að möguleg skýring gæti verið vegna ónæmisviðbragða, slíkt sé þekkt meðal fólks sem taki lyfið heparin, sem er blóðstorkulyf. 

Nokkrir tugir tilfella blóðtappa hafa komið upp hjá fólki eftir bólusetningu og var notkun bóluefnisins hætt tímabundið víða um Evrópu í mars, meðal annars hér á landi. Í Danmörku og Noregi hefur ekki enn verið byrjað að nota bóluefnið á ný. Sérfræðingar stofnunarinnar hvöttu til þess í dag að fólk haldi áfram að láta bólusetja sig með AstraZeneca. „Öryggisnefndin hefur staðfest að ávinningurinn af AstraZeneca bólusetningu er meiri en hættan á aukaverkunum,“ sagði framkvæmdastjórinn í dag. „Bólusetningin bjargar mannslífum.“

Hér má fylgjast með fundinum: