Mæta Mexíkó í maí

epa09109312 Iceland's Sverrir Ingason (C) in action against Liechtenstein's Livio Meier (C-R) during the FIFA World Cup 2022 qualifying group J soccer match between Liechtenstein and Iceland in Vaduz, Liechtenstein, 31 March 2021.  EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
 Mynd: EPA

Mæta Mexíkó í maí

07.04.2021 - 15:26
KSÍ hefur náð samkomulagi við knattspyrnusamband Mexíkó um að karlalandslið þeirra muni mætast í vináttulandsleik 30. maí. Leikið verður í Bandaríkjunum.

KSÍ greindi frá þessu í dag. Ísland mun því spila þrjá vináttuleiki í landsliðsglugganum sem hefst í lok maí. Áður höfðu verið ákveðnir vináttuleikir við Færeyjar í Þórshöfn 4. júní og gegn Pólverjum í Poznan 8. júní.

Leikirnir þrír eru mikilvægir fyrir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara sem fékk heldur bratta byrjun með liðið í mars. Fyrstu þrír leikir Íslands undir stjórn Arnars voru keppnisleikir við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein á útivelli í undankeppni HM 2022. Fyrstu tveir töpuðust en Ísland vann svo Liechtenstein 4-1.

Íslenska landsliðið mun svo halda áfram leik í undankeppni HM í september með þremur heimaleikjum á móti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Vináttuleikirnir í byrjun sumars ættu því að vera kærkominn undirbúningur fyrir framhald HM undankeppninnar.