Logi og Hilda Jana í efstu sætum

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skipar efsta sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi við þingkosningar í haust. Hildur Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, skipar annað sæti. Þetta var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í kvöld.

Eydís Ásbjörnsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, skipar þriðja sætið og Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Norðurþingi, er í fjórða sæti. Fimmta sætið skipar Margrét Benediktsdóttir, háskólanemi á Akureyri. 

Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrrverandi þingmaður og bæjarstjóri, og Kristján L. Möller, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, skipa heiðurssætin. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs.