
Jákvæðar viðræður stórveldanna við Íran
Mikhail Ulyanov, samningamaður Rússa, skrifaði á Twitter að fundurinn í gær hafi verið árangursríkur. Endurreisn upprunalega sáttmálans komi þó til með að taka nokkurn tíma. Hversu langan veit enginn, að sögn Ulyanovs. Það mikilvægasta við fundinn í gær var að vinna er nú hafin að því að endurvekja samninginn.
The restoration of #JCPOA will not happen immediately. It will take some time. How long? Nobody knows. The most important thing after today’ meeting of the Joint Commission is that practical work towards achieving this goal has started.
— Mikhail Ulyanov (@Amb_Ulyanov) April 6, 2021
Samninganefnd Bandaríkjanna er einnig í Vín. Nefndin, sem leidd er af Robert Malley, sérstökum erindreka Bandaríkjanna í Íran, tók þó ekki þátt í viðræðunum í gær. Íranir hafa gefið það út að þeir vilji engar beinar samningaviðræður við Bandaríkin fyrr en öllum hörðum viðskiptaþvingunum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lagði á Íran verði aflétt.
Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að viðræður Írans við stórveldin hafi verið uppbyggilegar og jákvætt skref.