„Þessi sem við teljum að gæti verið uppruni smitsins, það er einstaklingur sem var með vottorð erlendis frá um fyrri sýkingu. Og er reyndar með mótefni líka en greinist með veiruna. Þannig að spurningin er hvort hér sé um nýtt smit hjá einstaklingi sem hefur áður smitast eða ekki. Við getum ekki alveg svarað því eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Ellefu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og sex þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Svo mörg smit hafa ekki greinst innanlands síðan 23. mars.
„Sjötta smitið er einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu sem greindist í viðtækri skimun hér í gær,“ segir Þórólfur.
Ítarlegt viðtal við Þórólf má heyra í spilaranum hér að ofan.