Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Gasmengun berst líklega til norðvesturs og vesturs

07.04.2021 - 06:49
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri vaxandi austlægri átt og snjókomu eða él í dag. Í kvöld verða víða tíu til fimmtán metrar á sekúndu en á norðvesturlandi verður norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi. Þar eru gular veðurviðvaranir í gildi. Frost 1 til 9 stig en hiti nálægt frostmarki suðvestantil á landinu.

Útlit er fyrir að gasmengun berist til norðvesturs og vesturs frá gosstöðvunum í dag og loftgæði gætu orðið léleg í byggð á norðanverðum Reykjanesskaga. Þá gæti mengun borist yfir Grindavík í kvöld.

Í fyrramálið verður norðlæg átt, tíu til fimmtán metrar á sekúndu, og éljagangur um landið norðanvert en bjartviðri sunnan heiða.

„Það hvessir smám saman á Suðaustur- og Austurlandi, og síðdegis verður norðvestan stormur og jafnvel rok á þeim slóðum. Áfram kalt í veðri. Úrkomulítið annað kvöld og dregur úr vindi vestanlands,“ segir í tilkynningu Veðurstofu.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV