Framvinda næturinnar á gosstöðvunum í stuttu myndskeiði

Mynd: RÚV / RÚV
Hraun er þegar farið að renna ofan í Geldingadali úr nýju gossprungunni sem opnaðist seint í gærkvöldi á milli gíganna tveggja sem þegar gaus úr.

Á þessu myndskeiði hefur myndunum úr vefmyndavélum RÚV við gosstöðvarnar má sjá framvinduna í nótt. Upptakan hefst í Meradölum klukkan 21:30 þriðjudagskvöldið 6. apríl. Um klukkustund síðar þysjar hún út og þá má glögglega sjá bjarma af kvikunni í nýju sprungunni. Um klukkan 3 er svo skipt yfir á Geldingadali og þar sést hraunið renna að gamla gígnum.

Nýjasta sprungan sést vel í vefmyndavélum RÚV sem eru staðsettar í Meradalahlíðum og á Fagradalsfjalli.

Að sögn náttúruvársérfræðings á vakt Veðurstofu Íslands í nótt virðist sem að nýja sprungan sé á því svæði sem björgunarsveitarfólk varð vart um jarðsig í gær. Það svæði var um 150 metra langt um 450 metrum norðaustan við upptök eldgossins í Geldingadölum.

Öll helstu tíðindi af eldsumbrotunum við Fagradalsfjall má lesa hér.