Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nýju eldstöðvarnar böðuðu sig í myrkrinu

06.04.2021 - 10:50
Mynd: Bragi Valgeirsson / RÚV
Þó svo að eldgos séu varasöm og ástæða til að fara að öllu með gát í námunda við þau þá gleðja þau augað líkt og landsmenn og fleiri hafa fundið fyrir undanfarnar vikur. Í gær opnuðust nýjar sprungur í námunda við eldgosið í Geldingadölum.

Ólíkt Geldingadalagosinu hófust umbrotin í gær um hábjartan dag. Þegar rökkva tekur fær gosið nýja ásýnd og straumur þunnfljótandi kvikunnar um yfirborðið verður óneitanlega töfrandi og dáleiðandi eins og þessar myndir, sem Bragi Valgeirsson myndatökumaður RÚV tók, bera með sér. Þær segja meira en þúsund orð.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV