Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Guðmundur Felix þarf ekki lengur að sofa á sjúkrahúsinu

05.04.2021 - 20:45
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Felix Grétarsson
Guðmundur Felix Grétarsson sem í byrjun árs fékk í upphafi ársins grædda á sig handleggi þarf ekki lengur að dvelja allan sólarhringinn á sjúkrahúsi í Lyon.

Happy days Now I’m free from full time hospitalization it’s celebrated with a #barbecue . From now on I just show up...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Mánudagur, 5. apríl 2021

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Guðmundar þar sem hann kveðst ætla að fagna tímamótunum með því að slá upp grillveislu. Hann hefur þó ekki alveg kvatt sjúkrahúsið en þangað fer hann í endurhæfingu á daginn.